© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.2.2004 | 10:21 | bl
Fjölmenni á öldungamóti á Akureyri
Um síðastliðna helgi fór fram öldungamót í körfuknattleik í Íþróttahöllinni. Snobbarar báru sigur úr býtum í karlaflokki en heldri dömur úr ÍS sigruðu í kvennaflokki en þetta var í fyrsta sinn sem konur taka þátt. Alls tóku fjórtan lið alls staðar að af landinu þátt á mótinu sem þótti takast með miklum ágætum.

Umrædd keppni var haldin í fyrsta sinn árið 2000 og hafa Snobbararnir ætíð borið sigur úr býtum enda liðið skipað mörgum fyrrum leikmönnum meistaraflokks Þórs í körfuknattleik. Í úrslitaleiknum að þessu sinni mættu Snobbarar og A-liði Skotfélags Akureyrar og leit lengi vel út fyrir að nýjir meistarar yrðu krýndir. Í seinni hálfleik náðu þó Snobbararnir að rétta úr kútnum og innbyrða sætan sigur.

Körfuboltaliðin sem þátt tóku í mótinu komu víðsvegar af og hefur þeim fjölgað frá ári til árs. Liðin í karlaflokki voru A og B-lið Skotfélags Akureyrar, Synir lands og vona, Snobbarar, Dvergar, Kempurnar, 59 (stundakennarar og læknar), Sandgerði, Molduxar og Höttur. Í kvennaflokki tóku þátt auk sigurvegaranna úr ÍS, Trillur, Rauðhettur og Valkyrjur.

Körfuboltabræðurnir, Eiríkur og Jóhann Sigurðssynir, sem eiga frumkvæðið að mótinu, voru heiðraðir í mótslok og þeim þakkað þetta frábæra framtak. Að verðlaunaafhendingu lokinni var svo haldið í óvissuferð og loks var dansað á Oddvitanum fram á rauðanótt.

Ætla má að u. þ. b. hundrað manns hafi komið til Akureyrar í tengslum við mótið.

Þessi frétt er af vef Þórsara.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sæmir Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ og fyrrverandi formann KKÍ, gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins vorið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið