S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
22.2.2004 | 9:11 | RG
Fyrsti sigur Ísaks og félaga
Aalborg lið Ísaks Einarssonar vann sinn fyrsta sigur í Basketligaen í gær þegar liðið heimsótti Åbyhøj og sigraði 80-79.
Fréttaritari heimasíðu Aalborg segir að seinnipartinn á laugardag hafi hann verið að hugsa um það að nú þyrfti hann enn einu sinni að skrifa frétt um stórtap Aalborg, of margir tapaðir bolta, léleg skotnýting o.s.frv. En svo fékk hann SMS þar sem stóð: "Ef einhver hefur áhuga þá vann Aalborg með 1." Fréttaritarinn átti ekki til orð, hvað gerðist, voru hans menn ekki í heimsókna á einum besta heimavelli í deildinni? En þetta var jú sannleikurinn, fyrsti sigurinn kom í 15. tilraun! Aalborg tók strax forystuna og lék vel í fyrsta leikhluta og leiddi, 29-29 eftir hann. Åbyhøj byrjaði svo vel í öðrum leikhluta og náði að minnka muninn í 2 stig en Aalborgmenn náðu að halda haus og höfðu yfir í hálfleik 48-42. Í þriðja leikhluta náðu Aalborg menn svo góðri rispu og náðu 16 stiga forystu en í lok leikhlutans og byrjun þess fjórða ná Åbyhøj að skora 15 stig gegn 2 og staðan orðin 65-68. Þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum var staðan 75-74 fyrir heimaliðið og Aalborg tekur leikhlé, þeir skora svo 2 stig í næstu sókn en Åbyhøj svarar með þriggja stiga körfu. Aalborg aftur 2 stig og fær að auki 1 víti sem þeir misnota og Aalborg brýtur af sér og Åbyhøj fer á vítalínuna hinu megin en þar nýta þeir aðeins annað vítið og 29 sekúndur eftir. Aalborg fer í sókn en gengur illa að finna leiðina að körfunni og Ísak Einarsson tekur erfitt þriggja stiga skot og hittir ekki en Aalborg nær frákastinu og fá villu - 2 víti. Aalborg tekur leikhlé til að ráða ráðum sínum og strax á eftir taka Åbyhøj leikhlé, eflaust til að trufla einbeitingu Aalborgmanna. En svellkaldur skorar Jesper Michaelsen úr báðum vítunum og Åbyhøj nær að skjóta á körfuna rétt áður en flautan gellur en hitta ekki og fyrsti sigur Aalborg er staðreynd. Ísak lék í 25 mínútur og skoraði 6 stig, úr 2 þriggja stiga skotum. Hann tók 2 fráköst, stal 1 bolta og varði 1 skot. En besti maður Aalborg var nýi leikmaðurinn, Mohamed Niang sem var með þrefalda tvennu, 22 stig, 18 fráköst og 12 varin skot. |