© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.2.2004 | 15:21 | óój
Keflavík bikarmeistari kvenna í 11. sinn
Keflavíkurkonur urðu í dag bikarmeistarar í 11. sinn eftir æsispennandi og skemmtilegan bikarúrslitaleik við KR í Laugardalshöllinni. Keflavík vann leikinn 72-69 eftir að hafa verið 11 stigum undir þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. KR hafði yfir 31-27 í hálfleik og leiddi með 2 stigum eftir þriðja leikhluta, 52-50.

Erla Þosteinsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir skoruðu báðar 15 stig fyrir Keflavík og Svava var með 6 stoðsendingar að auki en hún kom með frábæra innkomu af bekknum og skoraði meðal annars þrjá þrista í leiknum. Anna María Sveinsdóttir bætti síðan við 14 stigum og 15 fráköstum en hún hefur verið bikarmeistari með Keflavík í öll ellefu skiptin sem liðið hefur unnið bikarinn. Birna Valgarðsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta sem og Erla Reynisdóttir sem skoraði meðal annars rosalega mikilvægan þrist sem minnkaði muninn niður í 3 stig, 66-69, þegar rúm mínúta var eftir. Rannveig Radnversdóttir bætti síðan við 6 stigum.

Erlurnar í Keflavíkurliðinu skoruðu 15 síðustu stig Keflavíkurliðsins í leiknum og lönduðu sigrinum en allt KR-liðið skoraði á sama tíma 4 stig. Erla Þorsteinsdóttir skoraði 8 stig á þessum síðustu fjórum mínútum en nafna hennar Reynisdóttir var með 7 stig. Erla Reynisdóttir hefur verið í sigurliði í öllum fimm bikarúrslitaleikjunum sem hún hefur tekið þátt í.

Katie Wolfe átti frábæran leik fyrir KR en ekkert af stigunum hennar 30 komu á síðustu þremur mínútum leiksins sem Keflavík vann 13-2. Erla Þrosteinsdóttir, fyrirliði Keflavík, fór mikinn á þessum umræddu þremur mínútum og skoraði þá 8 af 15 stigum sínum en Erla lék aðeins í 20 mínútum í leiknum vegna villuvandræða.

Hjá KR skoraði Katie Wolfe 30 stig og Hildur Sigurðardóttir var með 19 stig og 10 fráköst.Katie nýtti 12 af 17 skotum sínum og stal að auki 5 boltum af Keflavíkurliðinu. Tinna Björk Sigmundsdóttir spilaði einnig vel og var með 7 stig og 6 stoðsendingar og þær Lilja Oddsdóttir og Guðrún Arna Sigurðardóttir skoruðu báðar 6 stig.

Flestir bikarmeistaratitlar kvenna 1975-2004:
11 Keflavík (1988, 89, 90, 93, 94, 95, 96, 97, 98, 2000, 04)
9 KR (1976, 77, 82, 83, 86, 87, 99, 2001, 02)
6 ÍS (1978, 80, 81, 85, 91, 2003)
2 Haukar (1984, 92)
1 Þór Akureyri (1975)
1 ÍR (1979)

Bikarsigrar kvennaliðs Keflavíkur:
1988: Keflavík 76-60 Haukar
1989: Keflavík 78-69 ÍR
1990: Keflavík 62-29 Haukar
1993: Keflavík 58-54 KR
1994: Keflavík 56-53 Grindavík
1995: Keflavík 61-42 KR
1996: Keflavík 69-40 Njarðvík
1997: Keflavík 66-63 (59-59) KR
1998: Keflavík 70-54 ÍS
2000: Keflavík 59-48 ÍS
2004: Keflavík 72-69 KR
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pétur Guðmundsson í leik með San Antonio Spurs í leik gegn sínum gömlu félögum í Los Angeles Lakers.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið