© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.1.2004 | 23:05 | Óskar Ó. Jónsson
Suðrið vann fyrsta Stelpuslaginn
Suðrið, stjörnuleikmenn úr liðum Keflavíkur, Grindavíkur, Njarðvíkur og Hauka, unnu fyrsta Stelpuslaginn, stjörnuleik kvenna, sem var haldinn í Seljaskóla í kvöld. Suðrið vann öruggan 21 stigs sigur á liði Reykjavíkur, stjörnuleikmönnum ÍS, KR og ÍR, 99-78. Reykjavík hafði yfir 47-45, í hálfleik en Suðrið vann þriðja leikhluta 33-12 og leikinn af öryggi.

Erla Þorsteinsdóttir úr Keflavík var valinn maður leiksins en hún skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og varði 4 skot í leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum þótti sína bestu tilþrifin í leiknum en hún skemmti áhorfendum með frábærri baráttu og dugmiklum leik sem innihélt 6 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar á 20 mínútum.

Atkvæðamestar hjá Suðrinu:
Birna Valgarðsdóttir 17 stig, 5 fráköst
Erla Þorsteinsdóttir 14 stig, 10 fráköst, 4 varin skot
Anna María Sveinsdóttir 11 stig, 10 frákösy, 3 stolnir, 3 varin
Ke-Ke Tardy 11 stig
Helena Sverrrisdóttir 10 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar
Sólveig Gunnlaugsdóttir 9 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar
Erla Reynisdóttir 8 stig, 8 stoðsendingar

Atkvæðamestar hjá Reykjavík:
Eplunus Brooks 16 stig, 9 fráköst
Katie Wolfe 12 stig, 7 stoðsendingar, 5 fráköst
Kristrún Sigurjónsdóttir 9 stig, 5 fráköst
Hildur Sigurðardóttir 8 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolnir
Alda Leif Jónsdóttir 8 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 varin skot

Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík vann þriggja stiga keppnina eftir tvöfaldan bráðabana við hina 16 ára Pálínu Gunnlaugsdóttur úr Haukum. Anna María fékk 15 stig í síðustu umferð og tryggði sér sigurinn.

Fyrsta umferð:
Anna María Sveinsdóttir, Keflavík 10 - í bráðabana
Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum 10 - í bráðabana
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 9
Hildur Sigurðardóttir, KR 8
Díana Jónsdóttir, Njarðvík 7
Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindavík 7
Stella Rún Kristjánsdóttir, ÍS 5
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS 4

Önnur umferð:
Anna María Sveinsdóttir 8
Pálína Gunnlaugsdóttir 8

Þriðja umferð:
Anna María Sveinsdóttir 15
Pálína Gunnlaugsdóttir 8

Katie Wolfe úr KR og Erla Reynisdóttir úr Keflavík voru sigurvegarar í víta-stinger en keppt var í tveimur hópum. Katie Wolfe hafði betur við Helenu Sverrisdóttur úr Haukum á lokasprettinum en Erla skaut síðast út Auði Jónsdóttur úr Njarðvík en Erla, Auður og Guðrún Ósk Karlsdóttir úr Njarðvík háðu harða rimmu í lokin.

Leikurinn heppnaðist í alla staði mjög vel og ÍR-ingar eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra framkvæmd og skemmtilega umgjörð.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ, og Torfi Magnússon landsliðsþjálfari A-landsliða karla og kvenna.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið