S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
28.12.2003 | 21:56 | óój
26 stiga sigur á Catawba College í kvöld
Hjá íslenska liðinu var Friðrik Stefánsson var óstöðvandi undir körfunni, nýtti 10 af 11 skotum sínum, skoraði 21 stig, tók 11 fráköst, varði 3 skot og gaf 3 stoðsendingar. Brenton Birmingham var með 18 stig, 7 stoðsendingar og 7 fráköst en nýtti þó aðeins 5 af 16 skotum og tapaði 5 boltum. Magni Hafsteinsson átti mjög góðan alhliða leik með 13 stig, 5 stoðsendingar, 4 varin skot, 4 stolna bolta og 4 fráköst og Gunnar Einarsson skoraði öll 11 stigin sín í þriðja leikhluta þegar íslenska liðið gerði út um leikinn en Gunnar varði þá einnig þrjú skot og spilaði mjög góða vörn. Þá áttu þeir Jón Nordal Hafsteinsson (8 stig, 7 fráköst, 4 stolnir, 3 varin á 22 mín.) og Skarphéðinn Ingason (8 stig og 5 stoðs. á 15 mín.) mjög góða innkomu í leikinn. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 9 stig, Páll Axel Vilbergsson var með 8 stig, Lárus Jónsson gerði 3 stig en Sigurður Þorvaldsson var sá eini í íslenska liðinu sem komst ekki á blað. Helgi Már Magnússon, Íslendingurinn í liði Catawba, var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins með 11 stig auk þess að taka fimm fráköst. Helgi hitti aðeins úr 3 af 10 skotum og tapaði 5 boltum í leiknum. Stigahæsti leikmaður liðsins var Jolly Manning með 20 sitg auk þess að taka 10 fráköst (6 í sókn) og Bretinn Andy Thomsson skoraði 14 stig á 18 mínútum og nýtti 6 af 9 skotum sínum ( 2 af 3 þriggja) en hann er 2,05 metrar á hæð. Það munaði miklu um hraðaupphlaupin í þessum leik því íslenska landsliðið skoraði 39 stiga sinna upp úr hröðum sóknum gegn aðeins tíu slíkum stigum hjá Catawba. Catawba tapaði alls 24 boltum (22 tapaðir boltar á leikmenn + 5 sekúndur og 8 sekúndur) og íslenska liðið nýtti sér þessi mistök þeirra vel með auðveldum körfuum hinum meginn. Catawba-liðið tók hinsvegar 19 sóknafráköst og skoraði 16 stig úr sóknum þar sem þeir fengu annan möguleika. Á morgun verður síðari leikur liðanna leikinn í Þorlákshöfn og hefst hann klukkan 19:15 en þá mun allt annað íslenskt landslið mæta til leiks og reyna sig gegn Catawba. |