S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
24.12.2003 | 11:38 | phs
Jólakveðja
Framundan eru hinsvegar fyrstu leikir nýráðins landsliðsþjálfara, Sigurðar Ingimundarsonar, á milli jóla og nýárs gegn Catawba háskólanum. Sigurður hefur með sama hætti og forveri sinn sýnt kjark með því að gefa ungum upprennandi leikmönnum tækifæri á að spreyta sig í landsliðsbúningi. Verður án efa spennandi að fylgjast með leikjunum tveimur í Grafarvogi og Þorlákshöfn, og efast ég ekki um að íslenskir körfuknattleiksáhugamenn muni fjölmenna á leikina enda má segja að leikirnir séu hin prýðilegasta fjölskylduskemmtun um jóladagana. Ég vil fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Körfuknattleikssambands Íslands senda ykkur öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti við alla - hvort sem um er að ræða aðila innan eða utan okkar hreyfingar. Íslandsmótið í körfuknattleiks hefst svo strax fyrstu helgina á nýju ári með meira en þrjátíu kappleikjum. Við sjáumst vonandi á vellinum á nýja árinu. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ. |