© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.12.2003 | 15:50 | bl
Aðventuskóli hjá minniboltanum í KR
Mánudaginn 22.desember verður haldinn eins dags körfuknattleiksskóli í DHL-Höllinni við Frostaskjól. Hugmyndin á bak við skólann er að gefa hverju undirstöðuatriði fyrir sig meiri tíma en gefst á hefbundum 1 klst. æfingum. Einnig verða nokkrir þjálfarar ásamt leikmönnum úr meistaraflokki karla til staðar og því fær hver einstaklingur meiri athygli en vanalega og ætti því að geta bætt sína hæfileika töluvert á þessum eina degi.

Gert er ráð fyrir að búið sé að borða hollan og góðan morgunmat fyrir æfingu en auk þess eiga allir að koma með nesti fyrir morgun-, hádegis- og miðdegisverð. Æskilegt er að allir mæti með boltana sína vel merkta!

Þátttökugjald er aðeins 100 kr á mann og tilkynnist þátttaka helst í tölvupósti, kristinnth@simnet.is, eða fyrir þá sem hafa ekki aðgang að tölvupósti í síma 896-4929 eftir klukkan 16:00.

09:00-09:30 Mæting.
09:30-10:30 Hopp stopp, sóknarstaða, knattrak og stefnubreytingar.
10:30-10:45 Hlé, vatnspása og nestistími.
10:45-11:45 Sendingar, frá grunni, enda í sendingum á hreyfingu.
11:45-12:05 Varnarstaða eitt.
12:05-12:30 Matartími í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli.
12.30-13:00 Horft á spólu í hálftíma (Jón Arnór í NBA).
13.00-13:50 Skot æfð.
14:00-14:30 Varnarstaða tvö og fjögur.
14:30-15:00 Að hreyfa sig í sókn án bolta.
15:00-15:20 Nestistími.
15:20-16:30 Mót, leikið á tveimur völlum. Skipt eftir aldri og getu.
16:30-17:00 Einstaklingskeppnir eftir aldri.
17:00 Skólanum slitið.

Þjálfarar: Kristinn Þorvaldsson, Stefán Arnarsson, Sigurður Hjörleifsson, Ingi Þór Steinþórsson og Tómas Hermannsson.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Pavel Ermolinskij sækir hér að körfu Georgíumanna sumarið 2006. Íslenska U20 ára liðið tók þátt í B-deild Evrópukeppninnar það sumarið.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið