© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.12.2014 | 17:34 | Kristinn | FIBA
EuroBasket 2015 · Ísland í öflugum B-riðli
Sögulegri stund var nú að ljúka þegar nafn Íslands var í einni skálinni þegar dregið var í riðla fyrir lokamót Evrópukeppninnar í körfubolta, EuroBasket 2015.

Ísland var dregið í B-riðil með nokkrum af sterkustu körfuknattleiksþjóðum heims.
Leikið verður í Berlín, og fyrir utan gestgjafana frá Þýskalandi, leika einnig með okkur í riðli landslið Spánverja, Serbíu, Tyrklands og Ítalíu.

Mótið fer fram 5-.20. september næsta haust þar sem riðlakeppnin mun fara fram 5.-12. september. Eftir það taka við 8-liða úrslit og úrslitaleikir.

Spánn hefur verið mjög ofarlega á síðustu mótum á HM, EM og Ólympíuleikum síðustu ára og skemmst er frá því að segja að Serbía lenti í öðru sæti á HM í sumar eftir úrslitaleik gegn Bandaríkjunum. Tyrkir og Ítalía hafa verið mjög öflug og sömuleiðis Þýskaland. Helsta stjarna þjóðverja, Dirk Nowitzki hefur gefið það út að hann ætli sér stóra hluti með landsliðinu á EM.



„Þetta er vissulega erfiður riðill en að sama skapi skemmtilegt verkefni og við hjá KKÍ erum fullir tilhlökkunar og ég veit að leikmenn og þjálfarar eru það líka.“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, eftir dráttinn.

Craig Pedersen var einnig spenntur fyrir verkefninu að framundan. „Þetta eru augljóslega fimm virkilega góð lið og þó t.d Þýskaland sé í 5. flokki verða þeir með einn besta leikmann heims innaborðs og verða sterkir á heimavelli. Það verður spennandi að sjá hvernig við stöndum okkur gegn þessum liðum öllum, augjljóslega erum við veikasta liðið fyrir upphaf keppninnar en við erum vanir því og ætlum ekki að láta það hafa áhrif á okkur frekar en fyrri daginn.“ sagði Craig.

Það er því stórt ævintýri og verðugt verkefni sem býður íslensku körfuknattleikshreyfingarinnar að undirbúa leikmenn og liðið í þetta ævintýri sem er framundan næsta haust.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jason Dorisseau leikmaður KR 2008-2009 treður í körfuna í DHL-höllinni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið