S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
DHL nýr samstarfsaðili KKÍ
DHL Express er nýr samstarfsaðili KKÍ næstu þrjú árin en með samningnum verður DHL einn af aðal styrktaraðilum körfuknattleiks á Íslandi. Atli Einarsson og Hannes S. Jónsson undirrituðu samninginn í dag í DHL-höllinni í Vesturbænum. Atli Einarsson, forstjóri DHL Express á Íslandi sagðist ánægður með að vera kominn í samstarf með KKÍ. „Það hefur verið unnið mikið og gott starf hjá KKÍ undanfarin ár og DHL Express er stolt af því að geta stutt við bakið á því starfi. Það eru mörg verkefni á dagskránni og spennandi landsliðsár framundan þar sem okkar bestu leikmenn munu keppa á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Atli. “Það er vanmetið og vill oft gleymast hversu gott forvarnargildi íþróttir hafa og gaman að geta stutt körfuboltann sem sannarlega er frábær íþrótt,“ sagði Atli að lokum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ: „Það er virkilega ánægjulegt að við höfum verið að skrifa undir þennan samning við DHL Express sem kemur til með að efla körfuboltann og landsliðsstarfið okkar til næstu ára. Stuðningur fyirtækja er mikilvægur í okkar afreksstarfi og það er mikið framundan hjá landsliðum Íslands á komandi ári. Við verðum með verkefni hjá U15, U16, U18 og U20 ára liðum drengja og stúlkna. Landslið kvenna tekur þátt í Evrópukeppni í nýju fyrirkomulagi og svo síðast en ekki síst úrslitamót Evrópumótsins hjá landsliði karla, EuroBasket í september, sem allir horfa til og verður spennandi ævintýri.“ „Eitt stærsta landsliðsár okkar er framundan og að halda út þessu starfi er ekki hægt nema með góðum stuðningi þeirra samstarfsaðila sem eru fyrir og nýjum eins og DHL Express sem eru að efla körfuboltann í landinu,“ sagði Hannes sem lýsti ánægju með að hafa skrifa undir samninginn við DHL Express í DHL-höllinni. |