© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.12.2003 | 15:14 | bl
Jóhann með stórleik
Jóhann Ólafsson unglingalandsliðsmaður úr Njarðvík, sem leikur nú í Centralia-miðskólanum í Seattle í Washington-fylki, átti sannkallaðan stórleik á föstudaginn í leik gegn Tumwater-miðskólanum. Leikurinn var í svokallaðri Pacific-9 deild miðskólakeppninnar.

Jóhann gerði 35 stig í 70-50 sigri Centraila. Þetta var fyrsti leikur skólans í deildarkeppninni, en alls hefur skólinn sigrað í þremur leikjum og tapað einum á tímabilinu. Jóhann var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Skotnýting hans var 13 af 17 utan af velli og 9 af 11 frá vítalínunni.

"Jóhann átti mjög góðan leik, hann er óeigingjarn leikmaður og hefur reyndar unun af því að gefa boltann," sagði Ron Brown þjálfari Centralia í viðtali við dagblaðið "The Cronicle" eftir leikinn. Framundan eru tveir erfiðir leikir hjá skólanum í þessari viku.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ægir Þór Steinarsson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á Norðurlandamóti U16 ára drengja 2007.  Hér sést hann með verðlaunagripi sína.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið