S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
2.12.2003 | 10:31 | bl
Körfubolti á Samveldisleikunum
Stjórnin leggur mikla áherslu á að viðhalda og efla körfuknattleik innan Samveldislandanna og Samveldisleikarnir séu kærkominn vettvangur fyrir margar þjóðanna að reyna með sér. Þar skapist tækifæri sem ekki séu fyrir hendi í hefðbundnum keppnum FIBA, svo sem álfukeppnum og heimsmeistarakeppni. Þá ætlar FIBA að fylgjast vel með þeim þjóðum Samveldisins sem ekki eru aðilar að FIBA í dag og stuðla að því að þær gerist aðilar að FIBA fyrir árslok 2006. Samveldisleikar eru eitt stærsta íþróttamót heims, en þar etja kappi þær þjóðir sem eiga aðild að breska samveldinu. Þær eru ma. Ástralía, Nýja Sjáland, Indland, Shri Lanka og Kanada auk þjóðanna á sjálfum Bretlandseyjum. Eitt land Evrópu sem er í Samveldinu en er ekki í FIBA er N-Írland. Vonandi verður landið orðið aðili að FIBA áður en langt um líður. |