© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.8.2000 | 13:43 | GFS
Glæsilegur sigur á Dönum
Íslenska kvennalandsliðið kom, sá og sigraði Dani í hörkuleik með 62 stigum gegn 61. Það var Erla Reynisdóttir sem skoraði sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og voru m.a. með 13 stiga forystu í hálfleik, 40-27. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem stelpurnar tóku að hiksta aðeins en þær voru þó ekki á því að leggja árar í bát og eins og fyrr segir var það Erla Reynisdóttir sem tryggði Íslandi fyrsta sigur sinn á Dönum í körfuknattleik kvenna.
Stigahæst í íslenska liðinu var Erla Þorsteinsdóttir, með 14 stig og að auki sjö fráköst. Á hæla henni komu Alda Leif Jónsdóttir, sem skoraði 13 stig og gaf sjö stoðsendingar, og Erla Reynisdóttir sem var með 11 stig. Alda Leif átti frábæran leik í dag, hitti úr öllum skotum sínum í leiknum, þar af voru tvær þriggja stiga körfur og eitt víti.
Seinasti leikur liðsins á mótinu er gegn Norðmönnum á morgun og markmiðið þar er sigur og ekkert annað.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993.  Eggert Garðarsson, Hjörtur Harðarson, Bergur Eðvarðsson, Marel Guðlaugsson og Hinrik Gunnarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið