S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
6.11.2003 | 10:34 | bl
Góður sigur Keflavíkur
Gestirnir skoruðu fyrstu körfu leiksins, en heimamenn svöruðu með 5 stigum og héldu forystu til leiksloka. Eftir fyrsta fjórðung var staðan 29-19 og í hálfleik var staðan 52-42. Í þriðja leikhluta náðu heimamenn mest 18 stiga forystu og munurinn var 17 stig í lok fjórðungsins 83-66. Leikmenn portúgalska liðsins réttu nokkuð úr kútnum í lokafjórðungnum og náðu að minnka muninn í 6 stig 94-88. Lengra komust þeir þó ekki og Keflavíkingar unnu öruggan og sanngjarnan sigur 113-99. Keflvísku skytturnar fóru á kostum sem fyrr segir með þá Magnús Þór Gunnarsson, Gunnar Einarsson og Fal Harðarson í fararbroddi. Þeir gerðu 12 af 13 þriggja stiga körfum liðsins og nýtingin hjá liðinu af því færi var 44,8% á móti 25% hjá gestunum sem aðeins hittu 5 sinnum af löngu færi. Þá var vítanýting heimamanna einnig mjög góð eða 84,2% á móti 44,4% hjá gestunum. Mestu munaði þar um að Michael "Former 50 inces" Wilson hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum af vítalínunni. Wilson var þó mjög sterkur undir körfunni og illviðráðanlegur þrátt fyrir að vera nokkuð jarðbundinn af háloftafugli að vera. Bandarísku leikmennirnir í liði Keflavíkinga þeir Nick Bradford og Derrick Allen léku báðir mjög vel í gær og drógu vagninn í sókninni á milli þess sem skytturnar þrjá sýndu listir sínar. Stig Keflvíkinga gerðu Nick Bradford 30, Derrick Allen 26, Gunnar Einarsson 21, Magnús Þór Gunnarsson 19, Falur Harðarson 13 og Hjörtur Harðarson 4. Hjá Ovarense var Wilson stigahæstur með 30 stig. Næsti leikur Keflvíkinga í keppninni verður gegn Hyeres Toulon Var í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Franska liðið leikur í kvöld gegn CAB Madeira í Portúgal. Meira um leikinn á vef Keflavíkur. |