© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.9.2014 | 13:20 | Kristinn | Landslið
Körfuboltafjölskyldan kynnt til leiks
Einstaklingar sem vilja taka þátt: Sendið póst á kki@kki.is
Hópar: Fyllið út eyðublaðið og sendið á kki@kki.is


Frá framkvæmdanefnd Körfuboltafjölskyldunnar vegna Evrópumótsins í körfuknattleik í september 2015.

Það þarf einbeittan vilja og getu til að komast áfram úr undankeppni karlalandsliða Evrópu í körfuknattleik. Landsliðinu okkar tókst það í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks með frábærum leik sínum fyrir fullu húsi áhorfenda í Laugardalshöllinni. Breyttir tímar og ný viðhorf - ný tækifæri blasa við.

VILTU VERA MEÐ?
Nú þurfum við – körfuboltafjölskyldan – að sýna og sanna að við mætum öll til leiks með því að styðja við landsliðið okkar með myndarlegum fjárhagslegum stuðningi. Ef við gerum það ekki verða fáir til þess - ef við gerum það myndarlega munu margir fylgja okkar fordæmi!

Hópur 30 fyrrum körfuknattleiksmanna, landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn íslensks körfuknattleiks stóðu að fundi 16. september til að ræða hvernig afla megi 6–7 milljónum króna meðal okkar til að styðja við þátttöku okkar stráka í keppninni.

Með því að afla stuðningsmanna sem vilja skuldbinda sig í 10 mánuði til að greiða 2.000–5.000 kr. á mánuði með greiðslukorti eða greiðsluseðlum getum við með sameiginlegu átaki náð ofangreindu takmarki. Þessara stuðningsmanna þarf að afla á næstu 3-4 vikum og hyggst hópurinn styðja við átakið með góðri kynningu í fjölmiðlum til þess að ná til fleiri landsmanna sem vilja leggja okkur lið.

Meðfylgjandi er eyðublað til fjölfjöldunar og dreifingar innan vébanda félags þíns þar sem stuðningsaðilar fylla út umbeðnar upplýsingar. Áhersla er á að ná til einstaklinga og einnig þeirra sem eftir atvikum geta látið fyrirtæki í sinni eigu standa straum að greiðslum. Að öðru leyti skal ekki leitað til fyrirtækja þar sem við viljum ekki trufla fjáraflanir félaganna okkar.

KKÍ mun bjóða einum aðila úr hópi þessara styrktaraðila fría ferð og gistingu á mótið.

TÖKUM NÚ STRAX MYNDARLEGA Á ÞVÍ AÐ SAFNA UNDIRSKRIFTUM OG STYÐJA VÐ STRÁKANA OKKAR Á EM.

STUÐNINGUR OKKAR VERÐUR ÞEIM MIKIL HVATNING!

Nánari upplýsingar gefa eftirtaldir aðilar:
Einar Bollason 860-7000 · einar@ishestar.is
Kolbeinn Pálsson 821-1433 · kolbeinnp@gmail.com
Gunnar Gunnarsson 892-6274 · gunngu@simnet.is
Helgi Ágústsson · helgiandheba@gmail.com
Jón Otti Ólafsson · ljoso7@simnet.is
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ 698-7574 · hannes.jonsson@kki.is

Einnig er hægt að senda póst á kki@kki.is

Framkvæmdanefnd.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Friðrik Stefánsson í sjónvarpsviðtali eftir leik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið