© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.9.2014 | 14:59 | Stefán | FIBA, Landslið
EuroBasket 2015 í fjórum löndum
Útsláttarkeppnin fer fram í Stade Pierre Mauroy sem tekur 27.000 manns
Í dag var tilkynnt hvar var næsta EuroBasket fer fram en keppnin átti upphaflega að fara fram í Úkraníu 2015. En vegna ástandsins þar varð að færa lokakeppnina.

Stjórn FIBA Europe kom til fundar í dag þar sem farið var yfir þær umsóknir sem bárust til að halda lokakeppnina en alls sóttu átta lönd um. Þar sem að stutt er í keppnina ákvað FIBA Europe að lönd gátu sótt um að halda alla eða hluta keppninnar.

EuroBasket 2015 verður í fjórum löndum næsta haust en hún fer fram í Frakklandi (Montpellier), Króatíu (Zagreb), Lettlandi (Riga) og Þýskalandi (Berlín). Útsláttarkeppnin sjálf fer svo fram í Frakklandi (Lille).

Er þetta í fyrsta sinn sem svona stórt lokamót er haldið í fjórum löndum og vonast FIBA Europe til að þetta fyrirkomulag eigi eftir að reynast gæfuríkt.

Ásamt löndunum sem halda keppnina sóttu þau Ísrael, Finnland, Pólland og Tyrkland einnig um.

Dregið verður í riðla í endaðan október eða byrjun nóvember en ákvörðun um það það verður tekin fljótlega og þá kemur í ljós með hvaða liðum Ísland leikur á mótinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Hafsteinn Lúðvíksson og Arnþór Birgisson í leik gegn heimamönnum, Tyrkjum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið