© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.10.2003 | 22:32 | ÓÓJ
Keflavíkurliðin tvöfaldir meistarar meistaranna
Keflavík varð í dag tvöfaldur meistari meistaranna þegar karla og kvennalið félagsins unnu sigur í góðgerðaleik KKÍ milli Íslands- og bikarmeistara síðasta árs. Þetta er annað árið í röð sem sama félög vinnur báða leikina en Njarðvíkingar náðu því einnig í fyrra. Karlalið Keflavíkur var að verða meistari meistaranna í 2. sinn og í fyrsta sinn í heil sex ár í kvöld en Keflavíkurkonur urðu hinsvegar meistarar meistaranna í fjórða sinn í dag.

Þessi leikur markar upphafið að körfuboltatímabilinu og er leikinn á heimavelli Íslandsmeistaranna. Allur ágóði af leikjunum rennur til góðgerðarmála. Í þetta sinn rennur styrkurinn til Einstakra barna en það er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Það söfnuðust 700 þúsund krónur fyrir Einstök börn í tengslum við þessa tvo leiki. Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var heiðursgestur á leik meistara meistaranna í karlaflokki.

Það má finna allt um sögu Meistarkeppni KKÍ hér en þetta er níunda árið í röð sem hún er haldin. Frá upphafi hafa þessir leikir verið ágóðaleikir fyrir Barnaheill og á hverju ári eru samtök styrkt með því sem safnast í aðgangseyri á þessum leikjum. Fyrsta meistarakeppnin fór fram haustið 1995.

Kvennalið Keflavíkur sem er núverandi Íslandsmeistari vann bikarmeistara ÍS, 62-52 og höfðu Keflavíkurstúlkur forustuna nær allan tímann. Það var aðeins á síðustu tveimur mínútunum í þriðja leikhluta sem Stúdínur komust yfir en heimastúlkur voru ekki lengi að endurheimta forustuna. Keflavík hafði yfir 14-11 eftir fyrsta leikhluta, liðið leiddi 32-26 í hálfleik og 47-46 fyrir síðasta leikhlutann.

Hjá Keflavík fór Erla Reynisdóttir fyrir sínu liði í fyrsta opinbera leik sínum fyrir Keflavík í þrjú og hálft ár en Erla skoraði 16 stig í leiknum þar af þrjár þriggja stiga körfur í öðrum leikhluta þegar Keflavík náði þrettán stigum forskoti, 30-17. Nafna hennar Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og bætti við 8 fráköstum og Marín Rós Karlsdóttir var með 8 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Auk Marínar skoruðu þær Kristín Blöndal og Birna Valgarðsdóttir einnig átta stig og þá gerði Rannveig Randversdóttir sjö stig, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim 18 mínútum sem hún spilaði.

Hjá ÍS skoruðu þær Svana Bjarnadóttir og Jófríður Halldórsdóttir tíu stig hvor, Hafdís Helgadóttir og Lovísa Guðmundsdóttir gerðu 8 en Lovísa var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá var Alda Leif Jónsdóttir með 7 stig, 6 stoðsendingar, 6 fráköst, 6 varin skot og 5 stolna bolta.

Karlalið Keflavíkur byrjar nýtt tímabil líkt og þeir enduðu það síðasta með því að vinna titla en liðið vann Snæfell, 97-90, í úrslitaleik Meistarakeppni KKÍ en Keflavíkurliðið hefur einnig fagnað sigri á Valsmóti, á Hraðmóti ÍR og á Reykjanesmótinu nú í haust. Keflavík komst strax í 12-4 á fyrstu þremur mínútunum og leiddi nær allan tímann þó að nokkur góð áhlaup Snæfellinga héldu þeim alltaf inn í leiknum. Staðan var 30-30 eftir fyrsta leikhluta, Keflavík hafði yfir 59-52 í hálfleik og munurinn var 12 stig, 85-73, fyrir síðasta leikhlutann.

Hjá Keflavík átti Derrick Allen góðan leik en hann var með 19 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar en landi hans Nick Bradford var stigahæstur með 27 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Bradford þurfti hinsvegar 29 skot til þess að skora stigin 27. Gunnar Einarsson skoraði 14 stig og þeir Falur Harðarson og Sverrir Þór Sverrisson voru með tíu stig hvor. Sverrir Þór stal auk þess 5 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Jón Nordal Hafsteinsson sýndi líka góða takta en hann var með 7 stig, 6 fráköst, 5 stolna og 2 varin skot á 22 mínútum.

Hjá Snæfell voru þeir Corey Dickerson og Dondrell Whitmore allt í öllu. Dickerson var með 34 stig og 13 stoðsendingar og Whitmore bætti við 26 stigum, 10 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Dickerson var með 19 stig og 10 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum einum. Þá skoraði Lýður Vignisson 14 stig og Sigurður Þorvaldsson var með 8 stig, 8 fráköst og 4 varin skot. Það munaði mikið um Hlyn Bæringsson sem gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en Hlynur skoraði 19,2 stig og tók 12,2 fráköst að meðaltali fyrir Snæfell í fyrra.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Hauka sem sigraði í 2. deildinni vorið 1981. Aftari röð frá vinstri: Rúnar Brynjólfsson formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, Höskuldur Björnsson, Ólafur Rafnsson, Kári Eiríksson, Kristján Arason, Eyþór Árnason, Þorteinn Aðalsteinsson, Sverrir Hjörleifsson, Birgir Örn Birgis þjálfari og Sigurbergur Steinsson stjórnarmaður. Fremri röð frá vinstri: Pálmar Sigurðsson, Sveinn Sigurbergsson, Hálfdan Markússon, Guðjón Þórðarson, Ingvar S. Jónsson og Einar Örn Birgisson sonur þjálfarans.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið