© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.5.2003 | 9:43 | bl
Tveir sigrar og tvö töp fyrsta daginn
Norðurlandamótið í körfubolta hjá unglingalandsliðum fer nú fram hér í Stokkhólmi. Það eru 4 lið hérna U-84 í drengja- og stúlknaliðum og U-86 í drengja- og stúlknaliðum. Í gær spiluðu öll liðin einn leik og tveir af þeim unnust og tveir töpuðust.

U-84 strákar mættu Dönum og fór leikurinn 93-71 fyrir Íslandi.
Gangur leiksins var; 13-22, 42-30, 68-47, 93-71. Stig Íslands skoruðu: Sveinbjörn Skúlason 15 stig, Guðmundur Jónsson 14 stig, Ólafur Aron Ingvasson 11 stig, Sævar Haraldsson 10 stig, Pálmar Ragnarsson 10 stig, Þorleifur Ólafsson 8 stig, Jón Brynjar Óskarsson 8 stig, Halldór Halldórsson 5 stig, Kristinn Jónasson 4 stig, Fannar Freyr Helgason 4 stig, Egill Jónasson 4 stig

Strákarnir byrjudu illa en eftir 18-0 kafla í öðrum leikhluta var aldrei litið til baka. Liðið spilaði allt glimrandi vel og vert er að geta þess að Egill Jónasson varði á annan tug skota. Þvi miður er ekki tekin tölfræði hér á þessu móti sem er miður þegar um svona sterkt mót er að ræða.

U-84 stelpur mættu Svíum og fór leikurinn 35-101 fyrir Svía.

U-86 drengjalandsliðið vann sætan sigur á Svíum á þeirra heimavelli.
Gangur leiksins; 11-33, 17-62, 28-73, 35-101. Stig Íslands skoruðu: Petrúnella Skúladóttir 17stig, Gréta Mar Guðbrandsdóttir 5 stig, Kristrún Sigurjónsdóttir 5 stig, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3 stig, Sara Pálmadóttir 2 stig, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir 2 stig, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 1stig.

U-86 strákar mættu Svíum og fór leikurinn 76-75 fyrir Íslandi.
Gangur leiksins; 35-21, 51-36, 68-54, 76-75. Stig Íslands skoruðu: Jóhann Ólafsson 28 stig, Kristján Sigurðsson 20 stig, Ólafur Torfason 10 stig, Brynjar Kristófersson 8 stig, Alexander Dungal 4 stig, Baldur Ólafsson, Sveinbjörn Claessen 2 stig, Pavel Ermolinskij 2 stig.

Það var frábær fyrri hálfleikur sem lagði grunninn að þessum mikilvæga sigri en Svíar eru fyrirfram taldir mjög sigurstranglegir enda á heimavelli. Liðið spilaði mjög vel saman en þess má geta að þeir Jóhann Ólafsson og Ólafur Torfason voru mjög drjúgir. Kristján skoraði 18 af 20 stigum sínum í fyrri hálfleik.

U-86 stelpur mættu Finnum og fór leikurinn 55-83 fyrir Finna.
Gangur leiksins; 22-23, 32-46, 40-67, 55-83. Stig Íslands skoruðu Helena Sverrisdóttir 19 stig, Pálína Gunnlaugsdóttir 12 stig, María Ben 10 stig, Elva Sigmarsdóttir 6 stig, Ingibjörg Vilbergsdóttir 3 stig, Þóra Árnadóttir 2 stig, Hrefna Stefánsdóttir 2 stig, Bryndís Guðmundsdóttir 1stig.

Stelpurnar byrjuðu mjög vel en í seinni hálfleik fór stressið að segja til sín og má búast við betri frammistöðu á morgun.

Þeir Sigmundur Már Herbertsson og Jón Bender dómarar eru með í för og dæma þeir helstu leikina hér að Íslandsleikjunum undanskildum.

Kveðja frá Svíþjóð, Hannes S.Jónsson varaformadur KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn, þjálfarar, fararstjórar og dómarar sem fóru fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótið árið 2004 í Solna í Svíþjóð.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið