S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
4.4.2003 | 10:58 | bl
BÓNUS styrkir körfuboltakynningu í Mosfellsbæ
Verkefnið byrjaði í mars þegar hinn 218 sm hái Pétur Guðmundsson, fyrrverandi NBA leikmaður, hemsótti 5.–8. bekkinga í Varmár- og Lágafellsskóla í leikfimitíma og kynnti fyrir þeim og sýndi ýmsar þrautir. Í framhaldi af því var krökkunum boðið að mæta á æfingar hjá honum fram í maí mánuð. Boðið er upp á æfingar í 4 flokkum og hefur æfingagjald verið fellt niður: Minnibolta (11 ára og yngri), 8 flokk drengja og stúlkna (7. og 8. bekkur) og 10. flokkur drengja (9. og 10. bekkur). Allir flokkar æfa tvisvar í viku og endar kynningin í maí með BÓNUS –MÓTINU, þar sem allir flokkar fá til sín lið í heimsókn. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband við Íþróttamiðstöðina að Varmá. mt: Aðstandurendur verkefnisins þeir Pétur Guðmundsson, Jóhannes Jónsson í Bónus og Valdimar L. Friðriksson framkvæmdastjóri Aftureldingar. |