© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.4.2003 | 0:01 | óój
Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar í tíunda sinn
Keflavíkurkonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í tíunda sinn í kvöld með 82-61 sigri á KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. KR hafði verið Íslandsmeistari tvö síðustu árin og þar með lauk lengstu bið eftir Íslandmeistaratitli kvenna í Keflavík í 15 ár en aldrei leið meira en ár á milli Íslandsmeistaratitla hjá Keflavíkurkonum á árinum 1988 til 2000. Það var aðeins árin 1991 (ÍS), 1995 (Breiðablik), 1997 (Grindavík) og 1999 (KR) að titilinn fór ekki til Keflavíkur. Þetta er ennfremur fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2000 því karlarnir unnu síðast 1999.

Keflavík vann úrslitaeinvígið 3-0 og fór þar með taplaust í gegnum úrslitakeppnina að þessu sinni en það er í fyrsta sinn sem hið sigursæla liða Keflavíkur afrekar slíkt.

Íslandsmeistaratitlar Keflavíkur eftir úrslitakeppni:
1993 5 sigrar, 1 tap
1994 5 sigrar, 2 töp
1996 5 sigrar, 1 tap
1998 5 sigrar, 1 tap
2000 5 sigrar, 2 töp
2003 5 sigrar, 0 töp

Keflavíkurkonur unnu 30 af 33 leikjum sínum í vetur og þrjá af fjórum titlum í boði, Íslandsmeistaratitilinn, Kjörísbikarinn og Deildarmeistaratitlinn. Liðið vann 19 fyrstu leiki tímabilsins og allir 14 heimaleikir liðsins unnust í vetur þar af 12 þeirra með meira en 20 stiga mun.

Árangur kvennaliðs Keflavíkur í vetur:
Deildarkeppni: 18 sigrar, 2 töp
Úrslitakeppni: 5 sigrar, 0 töp
Bikarkeppni: 3 sigrar, 1 tap
Kjörísbikarkeppni: 4 sigrar, 0 töp
Samtals: 30 sigrar, 3 töp

Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavíkur var að verða Íslandsmeistari í tíunda sinn og fyrirliðinn Kristín Blöndal, sem lyfti bikarnum í fyrsta sinn (sjá mynd), var að verða meistari í áttunda sinn. Erla Þorsteinsdóttir varð síðan meistari fimmta sinn á ferlinum.

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna 2003
Deildarmeistari: Keflavík
Undanúrslit:
Keflavík 2-0 Njarðvík {87-62, 79-72}
KR 2-1 Grindavík {71-55, 67-72, 74-54}
Úrslitaeinvígi:
Keflavík 3-0 KR {75-47, 82-70, 82-61}
Íslandsmeistari: Keflavík
Lið Íslandsmeistaranna: Anna María Sveinsdóttir (spilandi þjálfari), Birna Valgarðsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Lára Gunnarsdóttir, Kristín Blöndal (fyrirliði), Marín Rós Karlsdóttir, Rannveig K Randversdóttir, Sonja Kjartansdóttir, Sonja Ortega, Svava Ósk Stefánsdóttir, Vala Rún Björnsdóttir.

Undir greinum hér á KKÍ-síðunni má síðan finna uppfærðar tölfræðiupplýsingar um sögu úrslitakeppni kvenna sem hefur verið við lýði síðan vorið 1993 er hún fór fram í fyrsta sinn. Grein þessa má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Guðfinnur Friðjónsson og Ómar Sigmarsson ásamt ónefndum tyrkneskum flautuleikara.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið